Kisurnar okkar
Hér getur þú séð nokkrar af þeim kisum hjá okkur sem eru í heimilisleit eða óska eftir fósturfjölskyldum.
Allir kettir og kettlingar á okkar vegum afhendast ormahreinsaðir, bólusettir, örmerktir og geldir/teknir úr sambandi. Fyrir það er greidd hófleg upphæð til að mæta kostnaði, en nánari upplýsingar eru veittar í umsóknarferlinu.
Mikil hreyfing er á kisunum í okkar umsjá og því enda ekki allir kettir og kettlingar hér á vefnum. Þér er velkomið að fylla út umsókn og ef við teljum umsóknina henta ketti eða kettling á okkar vegum þá höfum við samband. Ef þú ert með einhverjar óskir varðandi persónuleika, inni- eða útikött o.s.frv. þá máttu endilega taka það fram í umsókninni. Við gerum okkar besta til að finna heimili við hæfi sem henta kisunum okkar.
Vinsamlega hafðu í huga að öll okkar vinna er unnin í sjálfboðavinnu og því náum við ekki að svara öllum umsóknum. Þér er velkomið að endurnýja umsóknina til að minna á þig.
Flettu í gegn
Hér að neðan er samansafn af upplýsingum um kisurnar okkar, bæði þær sem eru í heimilisleit og fósturheimilisleit. Flettu fram og til baka með því að smella hægra megin eða vinstra megin á myndina.
Til að sækja um ákveðinn kött þá getur þú skrifað nafn kisunnar í umsóknarferlinu. Annars er alltaf sniðugt að senda inn almenna umsókn, þar sem við náum ekki að auglýsa allar kisurnar okkar og skoðum reglulega almennar umsóknir.
Finndu okkur á samfélagsmiðlum
Kettirnir okkar eru staðsettir út um allt land, í kotunum okkar og inni á fósturheimilum þar sem þeir hafa fengið að kynnast heimilislífinu og undirbúa sig fyrir sitt framtíðarheimili.
Við byrjum oft á að auglýsa kisurnar okkar sem eru í heimilisleit á samfélagsmiðlunum okkar. Hver deild Villikatta er með sína eigin síðu á Facebook og Instagram og því er um að gera að finna okkur þar og fylgjast með fréttum ef þú ert að leita að nýjum fjölskyldumeðlim.
Smelltu á myndirnar til að stækka þær
Smelltu á myndirnar til að stækka þær / Click the pictures to see them bigger.