Fanga – Trap
Fyrsta skref í mannúðlegri föngun villtra katta er að ná þeim í búr og koma þeim í öruggt umhverfi þar til hægt er að senda þær til dýralæknis. Í því felst að setja upp sérstök búr og vakta dag og nótt.
Gelda – Neuter
Ógeldar læður geta eignast allt að 20 kettlinga á ári – eða yfir 300 afkomendur á þremur árum! Afkoma villtra katta er ekki góð og því er mikilvægt að taka læður og fressa úr sambandi til að sporna við offjölgun villtra katta.
Skila – Return
Þegar búið er að taka kisurnar úr sambandi og þær hafa jafnað sig, þá er óhætt að skila þeim aftur til síns svæðis, þar sem gott fólk sér til þess að kisurnar hafi greitt aðgengi að mat alla daga ársins.
Ekki allar kisur fara aftur út
Það sem byrjaði sem föngun villtra katta hefur þróast í björgun umkomulausra katta úr öllum áttum.
Við tökum inn kisur sem finnast á vergangi og einstaka heimiliskisur frá heimilum sem komin eru í þrot. Villikisur sem eru komnar á aldur eða sýna merki þess að geta vanist heimilislífinu fá líka tækifæri að njóta lífsins inni í hlýju og öryggi.
Dýralæknarnir okkar
Við eigum í góðu samstarfi með dýralæknum um allt land, en Villikettir starfa með eftirfarandi dýralæknum
Við bendum á að dýraspítalinn Animalía sinnir neyðartilfellum á höfuðborgarsvæðinu allan sólarhringinn, í síma 555-0112. Upplýsingar um dýralækna á vakt í öðrum landshlutum má finna á vef MAST.
Vilt þú hjálpa?
Það eru nokkrar leiðir sem styrkja okkar starfssemi, bæði beint og óbeint.

Frjáls framlög
Við tökum við frjálsum framlögum inn á reikning 0111-26-73030 kt. 710314-1790 en þú getur líka keypt styrk eða annan varning í styrktarverslun Villikatta.

Gerast Villingur
Villingar (sjálfboðaliðar) sinna ýmsum verkefnum félagsins, t.d. skutli, vöktum í koti, skráningum, fjáröflun og fleiru. Margar hendur vinna létt verk!

Fóstra kött
Fósturheimili taka að sér kisu í lengri eða styttri tíma. Sumar kisur þurfa tíma til að læra að treysta, aðrar fara strax í leit að framtíðarheimilum.
Villikettir um allt land
Félagið hefur vaxið gríðalega hratt seinustu ár enda þörfin fyrir að hjálpa villi- og vergangsköttum um allt land mjög mikil. Það er frábært starf unnið um allt land, hér að neðan eru upplýsingar um allar okkar deildir. Hægt er að styrkja deildirnar á margvíslegan hátt, en einnig er hægt að leggja beint inn á þær. Kennitalan er sú sama og fyrir félagið: 710314-1790.

Höfuðborgarsvæðið
Höfuðborgar-svæðið
Rkn. 0133-26-005531

Suðurnes
Rkn. 0133-26-005533

Suðurland
Rkn. 0133-26-005532

Vestmannaeyjar
Vestmanna-eyjar
Rkn. 0133-26-005534

Austurland
Rkn. 0133-26-005535

Vestfirðir
Rkn. 0133-26-005537

Vesturland
Rkn. 0133-26-005536
































