
Fullorðnir kettir – eru yfirleitt kettir sem eru búnir að vera á vergangi eða hafa týnst. Oftast eru þeir ekki örmerktir og því nær ómögulegt að hafa uppi á fyrri eiganda, ef eigandi er ekki í virkri leit sjálfur. Þessir kettir eru oft algjör yndi og kunna illa við sig í athvörfunum okkar. Við þurfum fósturheimili fyrir þessa ketti á meðan við auglýsum þá í von að hafa uppi á eiganda, eða á meðan við finnum ný heimili ef enginn eigandi gefur sig fram.