Kisurnar okkar

Kisur í heimilisleit

Getur þú gefið þeim annað tækifæri?

Það er fátt sem jafnast á við tilfinninguna þegar hrædd kisa byrjar að treysta manneskjunni sinni. Fyrir sumar tekur það þolinmæði og tíma að ná þangað, á meðan aðrar eru strax svo ánægðar að komast í öruggt húsnæði hjá ástríku fólki.

Kisurnar okkar eru margar hverjar fyrrum villikisur, kisur sem fundust á vergangi eða voru afhentar félaginu þegar fyrri eigendur gátu ekki sinnt þeim lengur. Að okkar mati eiga allar kisur rétt á öðru tækifæri og við leggjum okkur öll fram við að gefa kisunum ást og umhyggju á meðan við finnum þeim framtíðarheimili.

Hverjum vilt þú bjóða fallega framtíð?

Allir kettir og kettlingar á okkar vegum afhendast ormahreinsaðir, bólusettir, örmerktir og geldir/teknir úr sambandi. Fyrir það er greidd hófleg upphæð til að mæta kostnaði, en nánari upplýsingar eru veittar í umsóknarferlinu.

22.7.25
18.7.25
17.7.25
15.7.25
10.7.25
5.7.25
3.7.25
18.5.25
18.5.25
18.5.25
1.5.25
12.4.25

Nokkrar kisur sem hafa farið á heimili