Ef þú vilt leggja félaginu hjálparhönd þá eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara:
Skrá sig sem félaga og greiða árgjald sem nýtist félaginu í starfinu.
Gerast fósturforeldri, getur verið í styttri eða lengri tíma. Fósturforeldrar taka þá að sér fullorðna kisu eða kettling og venja hann á heimilislífið þar til framtíðarheimili finnst.
Oft er þörf á fósturheimili fyrir kettlingafullar læður. Sinna þarf henni þar til kettlingar fæðast og komast á legg. Nauðsyn er að viðkomandi hafi sér herbergi sem hægt er að nýta undir læðuna á meðan hún elur kettlingana.
Taka þátt í að gefa villiköttum á þeim svæðum sem við vinnum á og víðar.
Taka þátt í föngun villikatta og umönnun fyrir og eftir læknishjálp.
Gefa félaginu hjálpargögn: Átt þú gamalt búr sem hætt er að nota, rimlabúr eða ferðabúr. Við tökum glöð við öllu sem hægt er að láta af hendi. Einnig erum við að safna saman ullarteppum, ullarpeysum eða öðrum hlýjum efnum fyrir búrin okkar. Best er að þau séu þó ekki úr gerviefni. Best er að koma varningi og hjálpargögnum í verslun Gæludyr.is á Smáratorgi merkt villiköttum. Einnig er hægt að hafa samband hér á síðunni og við reynum að nálgast gögnin.