Your cart is currently empty!
Það hefur varla farið framhjá neinum að kosningar eru í vændum og því ákváðum við að senda nokkrar spurningar á þá stjórnmálaflokka sem eru í framboði þetta árið. Dýravernd og málefni villikatta er okkur afskaplega mikilvægt og við teljum þeirra svör geta haft áhrif á ákvarðanatöku okkar velunnara þegar komið er í kjörklefann.
Við sendum upphaflega 4 spurningar tengdar dýravelferð og málefnum Villikatta en vorum beðin um að fækka og einfalda spurningarnar okkar. Við sendum því aftur 3 spurningar á alla flokka.
Næsti stjórnmálaflokkurinn til að svara spurningum okkar eru Píratar og þau ákváðu að svara öllum fjórum spurningunum sem við sendum upphaflega.
Já. Píratar eru flokkur sem leggja ríka áherslu á dýravelferð og trúa að öll dýr eigi rétt á því að lifa í sátt og samlyndi við mannfólk. Píratar hafa harðlega gagnrýnt illa meðferð dýra og telja að frekara eftirlit og viðurlög þurfi að vera til staðar til að tryggja velferð þeirra.
Öll dýr eiga tilverurétt og eiga skilið að lifa við viðunandi aðstæður þar sem velferð þeirra er tryggð. Villikettir eru þar með taldir og er mikilvægt að hægt sé að tryggja þeim viðunandi aðstæður og stuðning – í stað þess að notast sé við ómannúðlegar aðferðir eða þeim jafnvel útrýmt.
Að mati Pírata vinna Villikettir mikilvægt starf sem snýst um að finna mannúðlegar lausnir til að fækka fjölda villikatta og fækka kettlingum og særðum köttum sem þurfa að komast í skýli. TNR-aðferðin hefur reynst áhrifarík leið sem stuðlar jafnframt að dýravelferð og dregur úr álagi á kattaskýli.
Sem flokkur sem leggur ríka áherslu á dýravelferð væri slíkt frumvarp mál sem Píratar myndu styðja, af því gefnu að tryggt væri að framkvæmdin væri í höndum fagaðila til að tryggja velferð kattanna.
Við sendum allar þessar spurningar á alla flokka sem eru með staðfest framboð í alþingiskosningunum 2024. Við munum birta öll svör sem berast á næstu dögum og vikum.
Gleðilegar kosningar!
CATEGORIES:
Tags:
Comments are closed