Gerast félagi

kr.3.800

Lýsing

Vilt þú hjálpa okkur að hjálpa fleiri villi- og vergangskisum sem þurfa okkar aðstoð? Með því að skrá þig í félag Villikatta og greiða árgjaldið okkar spilar þú mikilvægt hlutverk í að halda okkar starfsemi gangandi.

Skráningin er virk um leið og búið er að greiða árgjaldið. Það er hægt að greiða árgjaldið hvenær sem er ársins, en við sendum einnig út greiðsluseðla til meðlima félagsins í upphafi hvers árs.

Árgjöldin eru notuð til að standa straum af kostnaði við geldingar og ófrjósemisaðgerðir á villtum og vergangsköttum, greiða fyrir mikilvæga læknisþjónustu fyrir okkar skjólstæðinga og fleira sem þarf til að sinna kisum og kettlingum.