Eyrnamerking villikatta – ályktun fagráðs um velferð dýra.

Stjórn Dýraverndunarfélagsins Villikatta vill árétta að Villikettir á Austurlandi brjóta ekki lög um velferð dýra 55/2013 með starfi sínu,  líkt og Fljótsdalshérað vill meina í nýlegri yfirlýsingu sinni varðandi fyrirhuguð fjöldadráp þeirra á ómerktum köttum. Hafa samtökin verið sökuð um að brjóta 23. gr. fyrrnefndra laga þar sem segir: „Óheimilt er að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar“. Villikettir eru fæddir úti, hafa aldrei alist upp hjá mönnum og falla því ekki undir þessi lög. Vergangskettir eru aftur á móti þeir kettir sem alist hafa upp hjá mönnum, átt heimili en síðan týnst eða verið yfirgefnir. Vergangsketti er hæglega hægt að venja við mannfólk á ný og er þeim aldrei sleppt út í náttúruna að nýju. Villikettir eru hræddir við mannfólk, halda sig í öruggri fjarlægð og því er ekki hægt að mannvenja þá nema þeim sé náð mjög ungum.

            Einnig hafa samtökin verið sökuð um að brjóta 16. gr. sömu laga þar sem segir: „Skurðaðgerðir, þar á meðal fjarlæging líkamshluta eða fegrunaraðgerðir, skulu ekki framkvæmdar nema af læknisfræðilegum ástæðum. “ Er þar vísað til þess að samhliða ófrjósemisaðgerð á villiköttum klippir dýralæknir um 3-5 mm af toppi vinstra eyra, en það er alþjóðlegt merki villikatta og gerir fólki kleyft að sjá að þar fari köttur sem búið er að taka úr sambandi og sem sinnt er reglulega, m.a. með matargjöfum.

            Matvælastofnun (MAST) og Villikettir hafa lengi verið á öndverðum meiði varðandi túlkun þessarar lagagreinar og endaði málið hjá atvinnu-og nýsköpunarráðuneyti sem ályktaði að um túlkunaratriði væri að ræða og beindi því til MAST að fá álit fagráðs um velferð dýra, á því hvort eyrnaklippingar á villiköttum væru heimilar. Í úrskurði ráðuneytis segir:

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=0e3c47f7-5369-11e8-9428-005056bc4d74&newsid=2c01b2d8-6071-11e8-942c-005056bc530c&cname=%C3%9Arskur%C3%B0ir%20um%20matv%C3%A6li%20og%20landb%C3%BAna%C3%B0

Fagráð þetta gegnir m.a. þeim hlutverkum að að vera MAST til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra og að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa MAST um mikilvæg málefni á sviði velferðar dýra. Meirihluti fagráðs mælti með því að slík eyrnamerking yrði heimiluð í þessum ákveðna tilgangi, þ.e. til að bera kennsl á villiketti sem búið er að taka úr sambandi.

Hér fyrir neðan fylgir álit fagráðsins:

Álit á eyrnaklippingum á villiköttum til auðkenningar á því að þeir hafi verið gerðir ófrjóir.

Erna Bjarnadóttir, Henry Alexander Henrysson og Ólafur R. Dýrmundsson, fulltrúar í Fagráði um velferð dýra.

Reykjavík, 12. febrúar 2018

Álitaefni: Með úrskurði dagsettum 8. nóvember 2017 beindi atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið því til Matvælastofnunar að leita álits Fagráðs um velferð dýra um hvort eyrnaklippingar á villiköttum séu heimilar.

Undirritaðir meðlimir í Fagráði um velferð dýra hafa fjallað um málið og komist að eftirfarandi samhljóða niðurstöðu:

Félagið Villikettir kt. 710314-1790, hefur um árabil fangað villiketti og látið gera ófrjóa með þau meginmarkmið að stemma stigu við fjölgun villikatta og draga úr innbyrðis átökum milli þeirra og þar með áverkum vegna þeirra með tilheyrandi þjáningum fyrir viðkomandi dýr.

Ekki er gerð athugasemd við að frjáls félagasamtök færi ómerkt dýr með þessum hætti til að gerð sé á þeim ófrjósemisaðgerð.

Auðkenning villtra eða hálfvilltra katta með grunnri stýfingu (5 mm) á vinstra eyra er þekkt aðferð í ýmsum löndum til að auðvelda að þekkja gelt dýr frá ógeltum. Á sama hátt auðveldar það greiningu þegar ný dýr koma inn á svæði þar sem villikettir eru fyrir, án þess að dýrin séu handsömuð. Undirrituð eru sammála um að góð rök séu fyrir því að þessi auðkenning auðveldi starf þeirra sem beita sér fyrir bættri velferð dýranna og takmörkun á fjölgun þeirra. Einnig séu áhrif á velferð dýranna jákvæð þar sem síður þarf að handsama þau og handleika.

Í 1. tl. 3. gr. reglugerðar um merkingar búfjár nr. 916/2012 segir að undir auðkenningu falli: „Húðflúr, eyrnamark eða merki sem auðkennir býlið“. Ekki verður fallist á þá túlkun Matvælastofnunar að eyrnamörkun falli undir skurðaðgerð til að fjarlægja líkamshluta skv. 16. gr. laga um velferð dýra. Eyrnamarkið er alþjóðlegt auðkenni fyrir villiketti sem þegar hafa verið teknir úr sambandi eða geltir. Á sama hátt og eyrnamark er skilgreint sem auðkenni í reglugerð um merkingar búfjár verður ekki annað séð en að sama eigi við um eyrnamark á köttum sem notað er til auðkenningar í eðlilegum og málefnalegum tilgangi enda valdi mörkunin ekki óþarfa ótta, þjáningu eða sársauka.

Undirrituð telja að heimild til auðkenningar á geltum, villtum og hálfvilltum köttum með þessum hætti falli undir það sem telja má eðlilegan og málefnalegan tilgang, enda gert undir sömu svæfingu og ófrjósemisaðgerð og valdi því dýrinu ekki óþarfa ótta, þjáningu eða sársauka. Við mælum því með að þessi auðkenning verði heimiluð í þessum ákveðna tilgangi.

Erna Bjarnadóttir (sign.)

Henry Alexander Henrysson (sign.)

Ólafur R. Dýrmundsson (sign.)

Dýraverndunarfélagið Villikettir fordæmir afdráttarlaust fyrirhugaðar aðferðir Fljótsdalshéraðs til að fækka ómerktum köttum.

https://www.fljotsdalsherad.is/is/yfirlit-fretta/fongun-villikatta

Hér er viðtal við Sonju Rut sem er fulltrúi Villikatta Austurlandi þar sem hún útskýrir vel hvers vegna fyrirhugaðar aðgerðir eru úreltar og gamaldags vinnubrögð sem eiga ekki að tíðkast árið 2019. https://www.frettabladid.is/frettir/reiin-kraumar-vegna-utrmingar-villikatta-a-herai?fbclid=IwAR1xFKs3tV0qf_2-DMV6K2qc9I_J7TdZ1gpxenONxGHyRKUxG2v

Jólamarkaðir í Desember

Jólamarkaðir í Desember

Félagið verður með jólasölu á nokkrum stöðum í desember.

30.11. – 2.12.: Við byrjum í Jólaþorpinu í Hafnarfirði helgina 30.11. til 2.12.  Opið er í Jólaþorpinu frá kl. 12:00 til 17:00 laugardag og sunnudag

1.12. – 2.12Villikettir í Vestmannaeyjum eru með jólasölu  hjá Jólamarkaðnum í Höllinni Vestmannaeyjum  Laugardag og Sunnudag frá 12-17

8.12.  Villikettir verða með sölubás í Smáralind – opið frá kl. 11:00 til 18:00

16.12. Villikettir verða með sölubás í Kolaportinu – opið frá kl. 11:00 til 17:00

Fleiri söludagar gætu bæst við í desember,  og svo minnum við á vefverslunina okkar hér á síðunni.

 

Hveragerði gerir samning við Villiketti

Hveragerðisbær hefur undirritað samning við Villiketti um að hlúa að villi og vergangsköttum í sveitafélaginu.  Félagið mun sjá um að fanga – gelda – skila (TNR) öllum villiköttum sem nást í sveitafélaginu, hlúa svo að þeim með matargjöfum og skjóli.  Einnig mun félagið taka inn alla kettlinga sem finnast og nást og finna þeim heimili.  Félagið er líka að taka inn vergangsketti sem finnast og þarfnast hjálpar.

Hveragerðisbær er 5. sveitafélagið sem gerir samning við Villiketti 🙂

Myndin er tekin við undirritun samnings, frá vinstri:  Aldís bæjarstjóri Hveragerðis, Arndís Björg formaður Villikatta, Ása Nanna sjálfboðaliði á Suðurlandi og Áslaug stjórnarkona í Villiköttum.

16. október 2018 – Alþjóðlegur dagur villikatta, Vefverslun opnar :)

16. október 2018 – Alþjóðlegur dagur villikatta, Vefverslun opnar :)

Þriðjudaginn 16. október þá fögnum við Alþjóðlegum degi Villikatta – Global Cat day sem áður var kallaður National Feral Cat Day.   Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að minna okkur á að hlúa að villi- og vergangskisum um allan heim.  Í tilefni dagsins þá hefur félagið Villikettir opnað vefverslun sem selur ýmsar vörur sem eru framleiddar af félaginu í samstarfi við Maríu Kristu Hreiðarsdóttur, hönnuð og rekstrarstjóra Kristukots í Hafnarfirði 🙂

Vefverslunin er lítil og krúttleg og hefur upp á að bjóða ýmsar vörur sem minna okkur á villingana okkar sem við erum að bjarga daglega.  Til að byrja með erum við með til sölu Jólamerkimiða með fallegum myndum af kisum sem við höfum bjargað, og eins samstæðuspil með fallegum kisumyndum af skjólstæðingum okkar.   Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hægt er að lauma í jólapakkann til ástvina sem eiga allt <3   og svo er hægt að styrkja félagið með föstum upphæðum á einfaldan hátt í gegnum vefverslunina.

Fleiri vörur munu bætast við á næstu vikum s.s. bolir, taupokar, óróar og fleira skemmtilegt 🙂

Allur ágóði rennur til félagsins Villikatta og fer í að reka félagið, hlúa að villi- og vergansköttum, greiða lækniskostnað, mat og fleira.   Allir fjármunir sem safnast fara beint til villikattanna þar sem starfið er eingöngu unnið í sjálfboðavinnu.

Smelltu til að skoða vefverslunina.  Það er hægt að velja um tvær greiðsluleiðir,  með greiðslukortum eða millifærslu.  Eins er hægt að velja um tvær leiðir til að fá vöruna, pósti eða sækja í verslun Systra og Maka við Síðumúla 21 í Reykjavík – þá þarf að sýna greiðslukvittun til að fá vöruna afhenta.

https://www.villikettir.is/shop/

Svar frá Bæjarmálafélagið Áfram Árborg

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg hefur mikinn áhuga á aðbúnaði dýra og dýravernd. Enda annar hver frambjóðandi á listanum dýraeigandi ;). Það verður samt að segjast eins og er að við erum ekki beinlínis komin með dýraverndunarstefnu en styðjumst við lög um velferð dýra. Í markmiðakafla þeirra segir: ,,Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“
Margt hefur verið vel gert í Árborg á þessu sviði til dæmis hundasleppisvæðið sem er mikið notað. En það þarf að yfirfara reglur Árborgar sem gilda um dýrahald og dýraeftirlit því margir hafa lýst athugasemdum við þær. Bæjarmálafélagið Áfram Árborg mun halda áfram félagsstarfi eftir kosningar og viljum gjarnan fá aðstoð við mótun dýraverndunarstefnu og bjóðum áhugasama velkomna að þeirri vinnu.

Svar frá Héraðslistanum

Sæl verið þið.

Svörin við spurningum sem þið beinduð til okkar.

1. Hver er stefna ykkar flokks hvað varðar gæludýr, vergangsdýr og
villt dýr í sveitafélaginu ?

Héraðslistinn leggur áherslu á farið sé í einu og öllu eftir
lögum nr. 55/2013 um velferð dýra, sem og þeim reglugerðum sem á
þeim lögum byggja, þ.m.t. nýleg reglugerð um velferð gæludýra
frá árinu 2016. Sömuleiðis þurfa allir hlutaðeigandi aðilar að
fara eftir og virða samþykktir sveitarfélagsins um dýrahald.

2. Er flokkurinn búinn að móta sér stefnu í dýravelferðarmálum
?

Héraðslistinn hefur ekki mótað sér sérstaka stefnu í
dýravelferðarmálum aðra en þá að farið sé eftir þeim lögum og
reglum sem um málaflokkinn gilda.

Við teljum að Villikettir hafi unnið mjög þarft og gott starf með
því að fanga villiketti og sinna þeim. Vonandi að hægt verði að
halda því starfi áfram.

Bestu kveðjur,

Frambjóðendur Héraðslista