Heimilisumsóknir

Umsókn um að taka að sér kisu

Fylltu út þetta eyðublað ef þú óskar eftir að taka að þér kisu frá Villiköttum.

Allir fullorðnir kettir frá okkur afhendast geldir, bólusettir, ormahreinsaðir og örmerktir – fyrir það borgar fólk 30.000 kr.

Kettlingar afhendast geldir, örmerktir, ormahreinsaðir og hafa lokið fyrri bólusetningu af tveimur. Fyrir það borgar fólk 40.000 kr. Ef kettlingur hefur lokið seinni bólusetningu bætist 5.000 kr við þá upphæð.

Ef einhver vandamál koma upp með kisu þá viljum við fá að vita af því og reynum að hjálpa og leiðbeina eftir bestu getu. Ef eitthvað ófyrirsjáanlegt kemur upp á og kisa þarf nýtt heimili er auðvitað best að hún fari til einhvers sem hún þekkir en ef það er ekki möguleiki þá viljum við aðstoða. En endurgreiðsla er ekki í boði ef svo fer að kisu er skilað aftur til Villikatta.

Athugið – þar sem allt okkar starf er unnið í sjálfboðavinnu þá náum við ekki alltaf að svara öllum umsóknum. Þér er velkomið að senda inn nýja umsókn ef þú villt minna á þig.  Við áskiljum okkur rétt til að hafna umsókn ef okkur þykir heimilið ekki passa okkar kisum.

20 ára aldurstakmark.