Svar Miðflokkurinn í Reykjavík

Latest Comments

  1. Birna on News

Kæru stjórnendur Villikatta,

Við hjá Miðflokknum erum mjög fylgjandi allri dýravernd og dýrahjálp.  Hið óeigingjarna starf sem félagið ykkar sinnir er ómetanlegt og við erum á þeirri skoðun að Reykjavíkurborg eigi að gera samning við félagið eins og fleiri hafa þegar gert.  Munum við í Miðflokknum í Reykjavík beita okkur fyrir því að svo verði.  Ég sem þetta skrifa fyrir hönd Miðflokksins er mikill dýravinur og hef nokkrum sinnum verið beðin um að taka þátt í starfsemi Villikatta. Hef fram að þessu ekki haft tíma til að vera með en lagt eins mikinn tíma og mér er unnt í að koma kisum í ógöngum til aðstoðar.  Þegar kosninga-annríkið er yfirstaðið þá væri ég mikið til í að koma í heimsókn til ykkar, kynna mér starfsemina og spjalla.

Varðandi stefnu í dýravernd þá er málið það að flokkurinn er svo nýr að stefnuskráin ekki fullmótuð ennþá.  Mikilvægi dýraverndar er óumdeilanlegt og mun kafli þar að lútandi verða settur í  stefnu flokksins á landsvísu innan tíðar.

Þetta mál var tekið upp á fundi með frambjóðendum í morgun og ég  beðin um að svara fyrir hönd framboðsins.  Við hlökkum til samstarfs.

Kær kveðja,

Linda Jónsdóttir

  1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.

Tags:

No responses yet

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

en_GB