Matarsöfnun fyrir villiketti 16.10.16

Latest Comments

  1. Birna on News

Þann 16.10. nk. er alþjóðlegi villikattadagurinn.  Þennan dag ætlum við hjá VILLIKÖTTUM að hrinda af stað matarsöfnun fyrir villikettina.  Við erum í samvinnu við Gæludýr.is og verðum staðsett með stöfnunarkerru við Smártatorg og Korputorg frá 16.10. til 22.10.  Við munum vera á Smáratorgi að kynna félagið þann 16.10. en svo verður söfnunarkerran okkar á staðnum út vikuna þar og einnig í versluninni við Korputorg.   Við tökum við öllum mat sem getur nýst villiköttum,  blautmat, þurrmat, harðfisk, kisunammi, kattasand, leikföng, ullarteppi o.s.frv.   Matarsöfnunin verður einnig í Reykjanesbæ, við Bónus Fitjum.

Við hvetjum alla til að leggja þessu verkefni lið og taka þátt í að gera líf villi- og vergangskatta bærilegra næsta vetur.

Matarsöfnun

Söfnum mat fyrir villikettina

CATEGORIES:

Kisufréttir

Tags:

No responses yet

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

en_GB