Your basket is currently empty!
Til að vera félagsmeðlimur í Villiköttum þarf að greiða árgjald Villikatta. Félagsmeðlimir mega mæta á aðalfundi félagsins og hafa atkvæðarétt á aðalfundum. Einnig mega aðeins fullgildir meðlimir til tveggja ára bjóða sig fram í stjórn félagsins. Félagsgjald er ekki frádráttarbært til skatts.
Verndarar greiða mánaðarlegan styrk til félagsins og fá aðgengi að sérstökum frétti bara fyrir okkar góðvini. Styrkurinn er frádráttarbær til skatts. Verndarar eru ekki sjálfkrafa meðlimir í félaginu.
Já, dýraverndunarfélagið Villikettir er á almannaheillaskrá og því eru allir styrkir til félagsins frádráttarbærir til skatts (sjá reglur hjá Skattinum). Gildir ekki á félagsgjaldi eða vörum keyptum í vefverslun.
Við neitum engum kisum, en stundum þurfum við að forgangsraða þeim sem við aðstoðum.
Ef kisa er heilbrigð og ekki liggur á að koma henni í skjól (t.d. kisur sem eiga nú þegar heimili sem geta ekki haldið þeim vegna einhverra ástæðna), þá bendum við á að byrja á að auglýsa eftir heimili í þar til gerðum hópum á Facebook eða hjá Dýrahjálp. Ef engin önnur úrræði ganga upp þá tökum við á móti kisunni.
Nei, alls ekki. Stór hluti af okkar köttum eru hræddar kisur sem ekki hafa fengið tækifæri til að upplifa streytulausu lífi. Margar villtar kisur eru líka tilbúnar að aðlagast heimilislífinu.
Svo erum við með margar yndislegar og ljúfar kisur, ásamt kettlingum sem alast upp á fósturheimilum.