Í ágúst getur þú styrkt Villiketti með því að skila inn flöskum og dósum til Endurvinnslunnar. Þú getur valið að gefa eina dós eða flösku eða velja að styrkja Villiketti þegar þú skannar miðann 🍾♻️
Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan stuðning frá Endurvinnslunni og hvetjum öll til að skila inn dósunum sínum og flöskum – enda gott fyrir umhverfið og fyrir kisurnar!
Ef þú vilt styrkja Villiketti reglulega með dósa- og flöskupening þá getur þú líka stillt inn upplýsingarnar okkar í appinu: