fbpx

Sjálfboðaliði

Sjálfboðaliðar eru mikilvægasti hlekkurinn í starfi Villikatta, því án þeirra væri erfitt að starfrækja félagið.  Villikettir eru með deildir um allt land, svo við hvetjum þig til að skoða hvort þú getir aðstoðað í þínu bæjarfélagi.

  • Lágmarksaldur sjálfboðaliða er 20 ára

Starf sjálfboðaliðans er mjög fjölbreytt. Helstu þættir sjálfboðaliðastarfsins eru eftirfarandi:

  1. Veiðihópur: Starf veiðihópsins felst í því að fanga þá ketti og kettlinga sem þarf að hjálpa(aðstoða) með einum eða öðrum hætti.  Búr eru sett upp á þeim svæðum sem kötturinn heldur til og síðan þarf að vakta búrin.  Það getur tekið mislangan tíma að fanga ketti og því þarf að sitja yfir búrunum.  Þessi vinna er unnin í vöktum og eru búrin oft vöktuð allan sólarhringinn.

  2. Fóstrun: Ítarlega er fjallað um fóstrun undir flipanum Fósturheimili                                                   
  3. Vinna í koti: Villikettir starfrækja kot víðsvegar um landið.  Þar eru villikettir hýstir, sem þurfa að jafna sig eftir geldingu og vergangskettir, sem eru ekki sendir í fóstur.  Vinnan í kotinu felst aðallega í að hlúa að kotbúum.  Þrif og matargjöf er stór hluti af því starfi, en einnig þarf að undirbúa vergangsketti fyrir nýtt heimili með klappi og leik.  Vaktir eru þrisvar yfir daginn; á morgnana, í eftirmiðdaginn og á kvöldin.

  4. Matargjafir: Þegar villiköttum er sleppt aftur á sitt heimasvæði eftir geldingu, þarf að sjá til þess að þeir hafi mat og skjól fyrir veðri.  Félagið er með matargjafir á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu.  Þangað þarf að fara og fylla á matarílát og hafa eftirlit með að skjólhýsi séu í lagi.  Í leiðinni er svipast um eftir íbúum svæðisins og athugað hvort þeir séu ekki við góða heilsu.  Það fer eftir stærð svæðisins hversu langan tíma hver gjöf tekur, en yfirleitt er farið 2-3svar í viku.

  5. Fjáröflun: Sá hluti fjáröflunar sem sjálfboðaliðar taka mestan þátt í, er að vinna í sölubás á mörkuðum og sýningum.  Stundum er líka þörf á aðstoð við að útvega fóður fyrir félagið.

  6. Skutl: Oft þarf viljuga bílstjóra sem er tilbúnir að fara með eða sækja kött til dýralæknis, eða sendast eitthvað fyrir félagið.

Þeir sem gerast sjálfboðaliðar hjá Villiköttum eru ekki bundnir við einn þátt starfsins, heldur geta valið það sem hentar hverju sinni.  Það eina sem þú þarft til að gerast sjálfboðaliði hjá Villiköttum er vilji til að gefa tíma þinn og mikill áhugi á velferð katta.

Okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða um allt land.   Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi Villikatta á einhvern hátt þá getur þú skráð þig hér fyrir neðan.  Við hlökkum til að fá þig í hópinn 🙂

Skráning sjálfboðaliða á höfuðborgarsvæðinu
Skráning sjálfboðaliða á Norðurlandi
Skráning sjálfboðaliða á Reykjanesi
Skráning sjálfboðaliða í Vestmannaeyjum
Skráning sjálfboðaliða á Suðurlandi
Skráning sjálfboðaliða á Vesturlandi
Skráning sjálfboðaliða á Austurlandi
Skráning sjálfboðaliða á Vestfjörðum