Katla
Nafn: Katla
Kyn: Læða
Litur: Gulbröndótt og hvít
Aldur: Mögulega um 8 ára
Persónuleiki: Villt en forvitin
Aaaalgjört matargat
Hentar ekki á heimili með ungum börnum
Katla er ein af kotdrottningunum okkar og hefur verið hjá okkur nokkuð lengi. Hún er villikisa úr Reykjavík sem var geld og skilað heim á sínum tíma. En svo varð Katla heimilislaus þegar breytingar urðu á svæðinu hennar og var tekin inn í hús. Hún reyndist nokkuð róleg af villingi að vera, en það hefur verið dáldill prakkari í henni og hún tekið tíma í að venjast fólki almennilega.
Katla er á óræðum aldri, fullorðin en ekki orðin gömul. Mögulega í kringum 8 ára aldur. Hún elskar að leika, kúra á hlýjum stöðum, er mikill mathákur og mjög forvitin þegar hún er orðin örugg um sig. Hún nýtur þess að fá klapp, en á sínum forsendum.
Þó Katla sé nokkuð friðsöm með öðrum kisum, þá myndi alveg henta henni vel að vera eina kisan. Katla hentar ekki með ungum börnum. Til greina kemur að sækja um að fóstra Kötlu með varanlegt heimili í huga ef vel gengur, en hún þarf heimili þar sem hún fær að aðlagast á eigin hraða og forsendum. Þolinmæði og skilningur eða reynsla af villiköttum og þeirra sérstöku karakterum væri mikill kostur á framtíðarheimili fyrir Kötlu.
Katla er á fósturheimili í dag og hafa samskipti við mannfólkið á heimilinu gengið vel, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf því miður að finna nýtt fósturheimili fyrir elsku Kötlu.
Name: Katla
Sex: Female
Color: Orange and white
Age: Maybe around 8 years old
Personality: Wild but curious
Absolute foody!
Does not suit in a home with young kids
Katla is one of our shelter duchesses and has been with us for quite a while now. She is a feral cat from Reykjavík and was trapped, spayed and returned in her day. Due to changes in her home area, Katla became homeless and was brought inside. She turned out to be surprisingly docile for a feral, but a bit of a trickster girl and it has taken her a while to adjust properly to humans.
Katla‘s age is unknown, she is fully adult but not a senior yet. She might be pushing 8 years old. She is playful, loves to curl up in a warm spot, really enjoys her food and is very curious when she feels secure. She will allow petting on her own terms.
She is mostly indifferent with other cats and would do well as an only cat in a home. Katla is absolutely not suitable with young children. We would be open to foster applications with an option of permanent placement should a good bond form. But Katla most of all needs a proper and permanent home where she will be allowed to adjust and bond in her own time and be herself. Patience and experience/good understanding of the special needs of domesticated ferals would be ideal for Katla.
Katla is currently in a foster home and has been doing well with the humans of the home. But due to unforeseen circumstances, she is in need of a new foster home.