Harpa - Vestmannaeyjar
Nafn: Harpa
Kyn: Læða
Litur: Svört og hvít
Aldur: Ekki vitað
Persónuleiki: Sófadýr
Vön öðrum kisum
Hentar ekki með mjög ungum börnum
Harpa kom til okkar frekar villt og vildi lítið með okkur hafa, en sjálfboðaliðar okkar ákváðu sem betur fer að gefast ekki upp og fór hún fljótt að þiggja nammi úr hendi, sem leiddi svo að klappi.
Harpa hefur verið í heimilisleit í að nálgast 2 ár. Hún er einstaklega góð kisa, hvort sem það er við aðrar kisur eða mannfólk. Hún elskar að láta greiða sér og finnst klappið afskaplega gott.
Hún er hið fullkomna sófadýr sem finnst fátt betra en að sofa. Höpru finnst þó fínt að leika smá, en aldrei of mikið. Hún myndi henta best með annarri kisu sem gæti hjálpað að kenna henni að vera alvörur heimiliskisa.