fbpx

Dagur – Vestmannaeyjar

Dagur - Vestmannaeyjar

Nafn: Dagur

Kyn: Fress

Litur: Gulbröndóttur

Aldur: 7 ára

Persónuleiki: Hræddur

Þiggur klapp á sínum forsendum

Þarf traust og rólegt heimili

Dagur hefur ekki átt það auðvelt upp á síðkastið. Dagur er 7 ára gamall kvíða strákur sem er rosa hræddur við allt. Hann kom af heimili en er ekkert sérlega hrifinn af fólki og þarf mikla þolinmæði.

Hann á það til að fela sig eða halda sér hátt uppi en kemur og þiggur klapp á sínum forsendum. Hann fór á heimili fyrir ekkert svo löngu og örfáum dögum seinna var honum skilað og hefur hann fengið bakslag út frá því.

Dagur er því enn í mönnun en líður ekki vel í kotinu svo hann leitar af rólegu heimili sem er tilbúið að sýna honum mikla þolinmæði og veita honum það traust sem hann á skilið.