fbpx

Aþena – Vestmannaeyjar

Aþena - Vestmannaeyjar

Nafn: Aþena

Kyn: Læða

Litur: Þrílit

Aldur: Um 1 árs

Persónuleiki: Kúrudýr

Ekki hrifin af öðrum kisum

Orkubolti

Elsku greyið hún Aþena fannst á vergangi ótrúlega grönn og illa farin en hún hefur elskað athygli frá degi eitt og er hún algjör orkubolti. 

Hún þyrfti að vera eina kisan þar sem henni finnst aðrir kettir ótrúlega leiðinlegir. Hún er algjört kúrudýr og elskar ekkert heitar en að fá að mala hærra en traktor í fanginu á fólki.