fbpx

Matargatið

Matargatið er hugmynd sem varð til hjá nokkrum félagskonum. Þörfin var orðin töluverð mikil á matargjöfum á hverjum degi á nokkrum svæðum og til að koma til móts við það þá þróaðist þessi hugmynd. Matargatið tekur um 5-6 kg af mat og er viðhaldsfrítt með öllu, það er unnið úr gúmmíhellum, pípulögnum og plasti og þolir því vel að blotna. Kostnaður við hvert Matargat er um 6000 kr en með styrkjum þá vonumst við til að geta framleitt nokkur sem hægt er að dreifa á stærstu kattasvæðin.

1150139_1322895184403710_7529185844762489062_n10398999_1322895161070379_1532218414487907662_n

 

 

 

 

 

 

 

Matargötin eru nú orðin 5 talsins og eru að nýtast kisunum stórvel. Maturinn helst þurr og fínn og kisurnar eru búnar að læra nokkuð vel á kerfið, stundum þarf að klóra aðeins eftir matnum og það eru þær farnar að gera. Þær eru í skjóli þegar þær nærast því skýlið nær nokkuð vel út yfir fóðurskálina. Við þökkum eiginmanni einnar félagskonu sérlega fyrir veitta aðstoð en hann hafði umsjá með framkvæmdinni frá a – ö

12376638_1322895174403711_4074870249751755462_n

Ef þið viljið leggja okkur lið og styrkja þetta verkefni þá er styrktarreikningurinn hér : 0111-26-73030 kt 710314-179 það mætti setja í skýringu „Matargat“ en allur aur og styrkir stórir sem smáir er að sjálfsögðu vel þegnir.

12773455_10153918686761894_1707938498_o

Fyrsta Matargatið sem nú hefur verið endurbætt ognú nær skýlið niður á gúmmíbotninn og heldur því betur vætu frá enda veðurfarið á Íslandi ekki alltaf skemmtilegt.

12804786_1301057886587440_3167537091313700515_n

 

 

12809608_1301058029920759_1290861939866653535_n

12813897_1301058023254093_8396659742422335674_n

Skýrsla stjórnar á Aðalfundi

Skýrsla stjórnar mars 2016 Ritað af Olgu Perlu Nielsen formanni félagsins.

Árskýrsla þessi greinir frá starfsemi Dýraverndunarfélags Villikatta, fyrir starfsárið 2015.
Síðastliðið ár var viðburðaríkt,lærdómsríkt og ánægjulegt, við erum að þróast sem félag bæði hvað varðar starfshætti og starfsreglur. Nokkur reynsla er nú komin á flesta verkþætti og getum við því mótað okkar eigin vinnuaðferðir og reglur enn betur.
Á þessu síðastliðna ári höfum við náð að gera enn meira og teygja okkur enn lengra í áttina að okkar markmiðum. En eitt af okkar markmiðum er að stækka og teygja okkur til allra landshluta, því vissulega eru villikettir alls staðar á landinu. Annað markmið okkar er að bæta við okkur mannsskap, bæði félagsmönnum og starfandi fólki innan félagsins. Á árinu eignuðumst við dygga samstarfsmenn á Suðurnesjum sem við er mjög þakklátar fyrir, og enn er að bætast þar í hópinn af góðu fólki, við hjálpumst að og erum í nánu sambandi daglega. Við hófum einnig samvinnu með Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Dagný Björk Hreinsdóttur úr fyrrum Kettlingasjóði Nelsons, og erum við búinar að vinna mjög náið með þeim megnið af árinu og höfum við getað hjálpast mikið að og erum við mjög þakklátar fyrir þeirra elju og vinnusemi í þágu villikatta. Við höfum einnig verið í ágætu samstarfi við Kisukot á Akureyri.

Við höfum eins og ég sagði náð að færa út kvíarnar og erum nú að vinna á fleiri svæðum. Til að mynda í Vesturbænum, Grafarholtinu (geldingar + kettlingar), við erum einnig að vinna víða í Hafnarfirði ásamt Villikattahjálpinni og tókum einnig ágætis törn í Mosfellsbæ, og síðast en ekki síst á Suðurnesjum (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) með okkar fólki þar og þar er einnig komin á samvinna með dýralækni Suðurnesja. Þegar að litið er heilt yfir árið þá höfum við náð að gelda allt að 100 ketti og náð inn yfir 100 kettlingum.
Félagið hefur náð að fjárfesta í fleiri fellibúrum til veiða, en félagið á að eiga um 13 búr í dag, en við unnum okkar fyrsta ár með 4 fellibúr, svo þetta er mikið til bóta. Einnig höfum við náð að fá gefins og keypt á góðu verði ýmis búr sem að vantar til starfseminnar.
Við náðum að stofna lítinn sjúkrasjóð sem við viljum gjarnan kalla sjúkrasjóð Móra, en hann var illa haldinn af krabbameini og náðist því miður ekki að bjarga honum, en næst þegar að illa haldið dýr kemur á okkr borð þá erum við tilbúnar með sjúkrasjóð sem getur nýst í lækniskostnað.

Eitt af því sem að þróaðist einnig á síðast ári var Kristukot, en það er lítið kettlingakot sem að notað er til að manna litla kettlinga, já og stundum stálpaða ketti. Kristukot er lítið hýsi þar sem allt er til alls, búr, kattasandsdallar og sandur, matur, leikföng ofl . og er öllum þeim kettlingum sem við náum komið fyrir þar í mönnun hjá Maríu og Signýju, en þær hafa að mestu átt heiðurinn af þessari starfsemi félagsins. Við viljum meina að hátt í 60 kettlingar hafi stoppað við í Kristukoti á síðasta ári.
Einnig fengum við til afnota upphitað gámahýsi til að hýsa gelda ketti eftir aðgerðir og einnig til að geyma ýmsan búnað í eigu félagisns, s.s búr og fæði. Við eigum þó eftir að koma honum frekar í gagnið til að hann geti nýst okkur betur en hann gerir nú.
Fjáröflun ársins var góð, en við nýttum okkur netsöfnun.is, og söfnun Maraþons Reykjavíkur, við vorum einnig með jólasöfnun, sem að gekk mjög vel, en þá vorum við með sölu á einstaklega fallegum jólagjafalímmiðum, sem seldust vel.

Þær dýralæknastofur sem að við höfum verið í samvinnu með á árinu eru: frumkvöðlarnir okkar á Dýralæknastofu Reykjavíkur, Dýralæknamiðstöð Grafarholts, Dýraspítalanum í Víðidal og Dýralæknastofa Suðurnesja. Og viljum við þakka þeim innilega fyrir þeirra samvinnu.
Annað sem að gaman er að nefna sem skeði á árinu en kemur okkar starfi ekki beint við en voru þó málefni sem við komum að voru… t.d málið með sjókisuna hana Særósu, en það var kisa sem að rataði óvart á frystitogarann Gnúp og dúsaði þar með sjómönnunum í góðu yfirlæti í rúmml tvo mánuði, en við vorum í góðum samskiptum við þessa herramenn og buðumst til að taka við henni þegar að hún kæmi í land og koma henni til manna sem að við svo gerðum. Annað heldur sorglegra mál var málið um hana Kjörnu kisu, en hún fannst kettlingafull í Kjarnaskógi á Akureyri þar sem að henni hafði verið hent út og endaði hún svo í Kisukoti á Akureyri en fékk þaðan svo heimili í hérna í Reykjavík. Þeir eigendur náðu ekki að tengjast henni nógu vel og ákvaðu að sleppa henni lausri í Hafnarfirði. Okkur var svo bent á hana af umhyggjusömu fólki sem var farið að gefa henni mat á hverjum degi í næstum 2 mánuði og fannst hún óvenju blíð. En við komum og sóttum hana og náðum að koma henni á endanlegt heimili á Suðurnesjum.
Einnig er gaman að segja frá því að okkar félagsmenn náðu að uppræta tvo kattasafnara eða cathordera, þar sem að um fleiri tugi katta var að ræða, og margir hverjir veikir og sýktir, þeim var komið undir læknishendur og á önnur og betri heimili.
Að lokum viljum veita eftirtöldum aðilum sérstakar þakkir: Má þar nefna Villikatthjálp Hafnarfjarðar (Arndísi K og Tinnu Rut) , Dagný Björk, Guðbjörg, Tobba og Helgunum á Suðurnesjum fyrir samstarfið, Völlu Jónu Eyglóardóttur sem tók sig til og handsmíðaði 4 litla kattakofa og gaf okkur, Sigrúnu Haraldsdóttur fyrir aðstoðina með heimasíðugerð ásamt Maríu Kristu, Áslaugu Eyfjörð, Brimdísi Klöru Runólfsdóttur ásamt Valgerði Guðsteinsdóttur og Anítu Yuan fyrir að vera frábær fósturheimili sem hægt er að leita til aftur og aftur , Gæludýr.is, Dýrheimar, Lífland, Icepet og SS fyrir fæði, hvort sem er gefins og með aflsáttarkjörum.

Aðalfundur Villikattafélagsins

Litlar og sætar

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 16. mars í sal Volcano að Síðumúla 32, bakhúsi, keyrt upp rampinn við hlið Vouge og Álnabæs, 2.hæð. Almenn fundarstörf, lagabreytingar ef einhverjar, kosning stjórnar og opnar umræður. Atkvæðirétt á aðalfundi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjöld í félagið.. Fundur hefst kl 17.00.

Fréttir

12108933_10153083708510896_563572371424143381_nVillikettir eru komnir til að vera á Íslandi. Þeim hefur lítið verið sinnt fyrir utan einstaka dýravini. Viðhorf yfirvalda til þeirra hefur yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingarherferða. Flestir villikettir eru félagsdýr og hópa sig saman á svæðum þar sem einhverja fæðu er að finna. Markmið okkar er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulegum aðgerðum. Þar vegur þyngst að ná dýrunum, gelda og framkvæma ófrjósemisaðgerðir. Rannsóknir erlendis sanna að TNR ( Trap – Neuter – Return ) eða Fanga-Gelda-Skila skilar mestum árangri í að fækka villiköttum og bæta velferð þeirra. Hér eru mannúðleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi.