Sveitarfélagið, þar sem Sjálfstæðismenn fara með meirihluta, hefur lagt sig fram um að íbúar og þeir sem leið eiga um sveitarfélagið geti lifað í góðri sátt með sín gæludýri og tekið samt tillit til umhverfisins.
Sveitarfélagið er aðili að heilbrigðiseftirlitinu með Kópavogi og Hafnafirði. Þar er starfandi dýraeftirlitsmaður sem sinnir kvörtununum og ábendingum varðandi hollustuhætti sem varða nábýli fólks og dýra.
Dýravelferð er aftur á móti málaflokkur Matvælastofnunar. Aðal málið er samt að sá sem verður var við eða ætlar að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða bjargarlaust að öðru leyti ber að veita því umönnun eftir föngum. Sé umráðamaður ekki til staðar skal tilkynna atvikið til lögreglu sem kallar til dýralækni meti hún það svo að ástæða sé til.
Skyldur sveitarfélagsins eru að grípa til aðgerða sé um hálfvillt eða villt dýr að ræða. Á það við ef þau eru í sjálfheldu eða bjargarlaus að öðru leyti. Hálfvilt dýr eru dýr sem ekki eru merkt í samræmi gildandi reglur og ganga laus. Starfsmenn heilbrigðiseftirlits og starfsmenn tækni og umhverfissviðs Garðabæjar finna lausn slíkra mála. Ef dýr er sjúkt eða sært er gripið strax til aðgerða af hálfu dýraeftirlitsmanns. Heilbrigðiseftirlitið er með góða aðkomu að dýrageymslu fyrir gæludýr ef vista þarf dýr í skamman tíma. Ábyrgðin er hjá umráðamanni dýrsins að gæta þess og hefja strax leit að því lendi það í því að týnast.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri