Aðalfundur Villikatta verður haldinn þann 16. apríl kl. 14:00, í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Hægt er að taka þátt í aðalfundi í gegnum streymi. Þeir félagsmenn sem vilja taka þátt í streymi, verða að tilkynna slíkt og senda inn tölvupóst á villikettir@villikettir.is, í síðasta lagi tveimur dögum fyrir fund og taka fram nafn og kenntiölu. Þeim verður þá sendur linkur á fundinn. Aðeins félagsmenn geta tekið þátt í streymi.
Frestur til að skila inn framboðum í stjórn félagsins og tillögum að lagabreytingum rennur út þann 9.apríl. Framboð skulu send á netfang félagsins villikettir@villikettir.is, þar sem tekið er fram nafn og kennitala og hvort framboð er í stjórn eða varastjórn.
Tillögum að lagabreytingum er skilað á sama netfang. Nýjir meðlimir geta ekki haft áhrif á eða komið með tillögur að lagabreytingum fyrr en á öðrum aðalfundi eftir fulla meðlimagildingu.
Kjörgengi til stjórnar eru meðlimir sem að hafa haft fulla meðlimagildingu í 2 ár, nema með samþykki sitjandi stjórnar.