Aðalfundur Dýraverndunarfélagsins VILLIKATTA verður haldinn föstudaginn 8. apríl 2022 á Iða Zimsen bókakaffi, Vestgurgötu 2a, Grófin, Reykjavík
Fundur hefst kl 18:00
Dagskrá:
Almenn aðalfundarstörf, kosning stjórnar og opnar umræður. Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjöld í félagið í 2 ár.
Tillögur að lagabreytingum verða að berast stjórninni viku fyrir aðalfund og verða tillögurnar síðan bornar upp á aðalfundi. Einnig skulu framboð til stjórnar berast núgildandi stjórn viku fyrir boðaðan aðalfund. Hægt er að senda á netfangið: villikettir@villikettir.is
Fullgildir meðlimir geta ekki boðið sig fram á fysta aðalfundi eftir að hafa gerst fullgildur meðlimur heldur á næsta aðalfundi þar eftir.
Kjörgengi til stjórnar eru meðlimir sem að hafa haft fulla meðlimagildingu í 2 ár, nema með samþykki sitjandi stjórnar.
Nýjir meðlimir geta ekki haft áhrif á eða komið með tillögur að lagabreytingum fyrr en á öðrum aðalfundi eftir fulla meðlimagildingu.
Lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 hluta atkvæða. Allar aðrar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.
Við vekjum athygli á því að aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu eru þáttakendur eru beðnir um að merkja við mætingu hér á viðburðinumLög félagsins https://www.villikettir.is/log-felagsins/