fbpx

Jólakveðja frá Villikettir Suðurlandi

Nú hefur félagið Villikettir verið starfrækt á Flúðum í heil tvö ár og vegna þess er kjörið að kynna þau verkefni sem félagið hefur fengist við á liðnum árum. En fyrir þá sem þekkja ekki til félagsins þá er það dýraverndunarfélag sem hefur þann tilgang að bæta bæði líf og velferð útigangs- og villikatta á Ísland.  

Á árinu 2020 voru veiddir níu kettir á Flúðum og þar af fengu sjö þeirra heimili og tveir héldu áfram lífi sínu sem villikettir, þeir síðastnefndu voru þó eftir læknisskoðun geldir og eyrnaklipptir og koma daglega við í matarstöð sem hefur verið sett upp þar sem þeir fundust.

Árið 2021 byrjaði rólega en tók kipp í haust. Í október var félaginu tilkynnt um að fjórir kettlingar aðhefðust á gámasvæðinu, en síðar kom í ljós að um var að ræða sjö kettlinga, tveir úr eldra goti ásamt móður. Það var mikil gleði að ná þessari kattafjölskyldu inn í hús og í skjól hjá sjálfboðaliðum Villikatta félagsins. Síðar um haustið voru fangaðir þrír kettlingar, um 4-5 mánaða gamlir, til viðbótar en þeir höfðu verið einir á vergangi. Ein eldri ógeld læða var fönguð en hún hefur líklega verið fyrrverandi heimilisköttur. Þá var að lokum náð í skottið á gráum ógeldum fressketti sem hafði verið á vergangi síðan árið 2017. Samtals voru því fangaðir 12 kettlingar auk tveggja fullorðna katta sem fara vonandi allir inn á heimili. 

Villilkattafélagið er rekið í sjálfboðavinnu dýravina með stuðningi einstaklinga og fyrirtækja sem hafa verið ötul í að veita því styrks í formi peninga og matargjafa. En við bendum áhugasömum sem hafa áhuga á því að veita félaginu stuðning svo að það geti starfað áfram að hægt er að styrja starfið með því að