fbpx

Svar frá Héraðslistanum

Sæl verið þið.

Svörin við spurningum sem þið beinduð til okkar.

1. Hver er stefna ykkar flokks hvað varðar gæludýr, vergangsdýr og
villt dýr í sveitafélaginu ?

Héraðslistinn leggur áherslu á farið sé í einu og öllu eftir
lögum nr. 55/2013 um velferð dýra, sem og þeim reglugerðum sem á
þeim lögum byggja, þ.m.t. nýleg reglugerð um velferð gæludýra
frá árinu 2016. Sömuleiðis þurfa allir hlutaðeigandi aðilar að
fara eftir og virða samþykktir sveitarfélagsins um dýrahald.

2. Er flokkurinn búinn að móta sér stefnu í dýravelferðarmálum
?

Héraðslistinn hefur ekki mótað sér sérstaka stefnu í
dýravelferðarmálum aðra en þá að farið sé eftir þeim lögum og
reglum sem um málaflokkinn gilda.

Við teljum að Villikettir hafi unnið mjög þarft og gott starf með
því að fanga villiketti og sinna þeim. Vonandi að hægt verði að
halda því starfi áfram.

Bestu kveðjur,

Frambjóðendur Héraðslista