fbpx

Svar frá Bæjarmálafélagið Áfram Árborg

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg hefur mikinn áhuga á aðbúnaði dýra og dýravernd. Enda annar hver frambjóðandi á listanum dýraeigandi ;). Það verður samt að segjast eins og er að við erum ekki beinlínis komin með dýraverndunarstefnu en styðjumst við lög um velferð dýra. Í markmiðakafla þeirra segir: ,,Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“
Margt hefur verið vel gert í Árborg á þessu sviði til dæmis hundasleppisvæðið sem er mikið notað. En það þarf að yfirfara reglur Árborgar sem gilda um dýrahald og dýraeftirlit því margir hafa lýst athugasemdum við þær. Bæjarmálafélagið Áfram Árborg mun halda áfram félagsstarfi eftir kosningar og viljum gjarnan fá aðstoð við mótun dýraverndunarstefnu og bjóðum áhugasama velkomna að þeirri vinnu.