fbpx

Svar frá Heimaey

Sæl og kærar þakkir fyrir bréfið, heimsóknina og gott spjall.
Fyrir Heimaey er nýstofnað bæjarmálafélag og höfum því ekki enn fullmótað okkur stefnu í þessum málaflokki. Okkur er þó umhugað um velferð dýra, bæði gæludýra sem og þeirra sem lifa villt og á vergangi ásamt því að viljum að meðferð á þeim sé mannúðleg.

Við teljum það góða starf sem þið eruð að vinna að varðandi vergangsdýr sé mikilvægt fyrir bæinn okkar og að leitast verði eftir því að styðja við ykkur eftir fremsta megni þannig að starfið geti orðið markvissara. Jafnframt þyrfti að finna lausn á húsnæðismálum fyrir ykkur.
Við teljum að koma þurfi þessum málum í ákveðin farveg m.a. með því að endurskoða lög og reglur um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjum. Það yrði framfaraskref fyrir bæinn okkar ef gerður yrði samningur við félagssamtök eins og Villiketti líkt og önnur sveitafélög hafa verið að gera

Ég tel brýnt að í bæjarfélaginu okkar sé starfsmaður sem sinnir dýraeftirliti, að það sé athvarf fyrir týnd dýr og að hugað sé að útivistasvæðinu okkar þar sem geta gengið laus. Við teljum það skyldu allra að tilkynna það til yfirvalda ef fólk verður vart við illa meðferð á dýrum. Dýraeigendum þarf að sýna aðhald og tryggja að þeir sinni skyldum sínum í dýrahaldi.

Við hjá X-H vonum svo sannarlega að við munum eiga í góðum samskiptum við ykkur að loknum kosningum.
Kær kveðja
Fyrir Heimaey, Guðný Halldórsdóttir