fbpx

Svar frá Kvennahreyfingunni

Kvennahreyfingin er nýstofnað stjórnmálaafl og því höfum við ekki haft ráðrúm til þess að full móta stefnu hreyfingarinnar í öllum mikilvægum málaflokkum. Við ákváðum að setja jafnréttismál mennskra borgarbúa á oddinn í þessari kosningabaráttu og miðast aðgerðaráætlun okkar við það.

Dýravelferð er okkur þó mikilvæg og við munum móta okkur skýra stefnu í þeim málum að þessari kosningabaráttu lokinni. Það munum við gera í samráði við sérfræðinga og félagasamtök eins og Villiketti.

Það er ljóst að dýraathvarf vantar fyrir týnd dýr og einnig þarf að stórbæta útivistarsvæði fyrir hunda. Borgin ætti líka að leggja sitt af mörkum í vinnunni við að bæta líf villi- og vergangskatta í Reykjavík.

Kær kveðja,

Svala Hjörleifsdóttir,
frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar