Þann 16.10. nk. er alþjóðlegi villikattadagurinn. Þennan dag ætlum við hjá VILLIKÖTTUM að hrinda af stað matarsöfnun fyrir villikettina. Við erum í samvinnu við Gæludýr.is og verðum staðsett með stöfnunarkerru við Smártatorg og Korputorg frá 16.10. til 22.10. Við munum vera á Smáratorgi að kynna félagið þann 16.10. en svo verður söfnunarkerran okkar á staðnum út vikuna þar og einnig í versluninni við Korputorg. Við tökum við öllum mat sem getur nýst villiköttum, blautmat, þurrmat, harðfisk, kisunammi, kattasand, leikföng, ullarteppi o.s.frv. Matarsöfnunin verður einnig í Reykjanesbæ, við Bónus Fitjum.
Við hvetjum alla til að leggja þessu verkefni lið og taka þátt í að gera líf villi- og vergangskatta bærilegra næsta vetur.